Þessar eru alveg æði í morgunmatinn. Fullkomnar með beikoni og eggjum og smá grænmeti.
Þessa uppskrift er að finna á http://allskonar.is
Morgunpönnukökur (8-10stk)
- 145 gr hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 2 msk hrásykur
- 1.5 dl mjólk
- 1 egg
- 2 msk ólífuolía
Undirbúningur: 5 mínútur
Steikingartími: 8-10 mínútur
Settu þurrefnin í skál og blandaðu vel saman. Sláðu saman egginu og mjólkinni í annarri skál,
þegar hefur blandast vel saman hrærðu þá olíunni út í eggjablönduna. Settu eggjablönduna
samanvið þurrefnin og hrærðu í með gaffli. Deigið á að vera frekar þykkt en kekkjalaust.
Láttu deigið standa í 5 mínútur áður en þú ferð að steikja kökurnar.
Hitaðu pönnu við meðalhita, settu örlítið af olíu í hana og steiktu pönnukökurnar. Ég vel að hafa
þær á stærð við lummur, þannig er hægt að steikja 2-3 í einu á pönnunni. Helltu deiginu í
pönnuna svo að þú fáir þá stærð á kökunum sem þú kýst, þegar loftbólur fara að myndast á
yfirborðinu þá er tími kominn til að snúa kökunum og steikja hinu megin.
Berðu fram með því sem þér finnst best í morgunmat.