Munið þið eftir frægu ljósmyndinni af afgönsku stúlkunni? Í dag er hún 40 ára gömul og hún hefur nýlega verið handtekin.
Ljósmyndari National Geographic, Steve McCurry tók þessa frægu mynd og heitir hún Afganska stúlkan. Hún var tekin í flóttamannabúðum árið 1985 og er af Sharbat Gula.
Sjá einnig: Ótrúleg saga um afgönsku stúlkuna sem lenti í bruna
Hún var aðeins 12 ára gömul þegar þessi mynd var tekin af henni, en í dag situr hún í fangelsi. Sharbat var handtekin í Pakistan fyrir að vera með falsaða pappíra og fyrir að dvelja ólöglega í landinu. Hún gæti átt yfir höfði sér himinháar sektir og allt að 14 ára fangelsisdóm fyrir glæpinn.
Steve McCurry hefur heitið því að aðstoða hana eins og hann getur. Hann segir að hún hafi þurft að þjást mest allt sitt líf og að handtaka hennar hafi verið brot á mannréttindum. Sharbat á fjögur börn og fluttist til Pakistan með eiginmanni sínum. Hún er aðeins ein af hundruðum þúsunda afganskra flóttamanna, sem flúði til Pakistan frá Afganistan, vegna þess að það er öruggara að vera þar.
Sjá einnig: Brettastúlkur í Afganistan – Myndband
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.