Myglusveppir og heilsa

Myglusveppir eru rakasæknar örverur eins og bakteríur og efni sem gufa upp í andrúmsloftið þegar byggingarefni eru rök og geta hlaðist upp í lofti innandyra og haft neikvæð áhrif á heilsu, á mismunandi vegu. Það er t.d mismunandi á milli tegunda hvaða áreiti þeir geta valdið.

Í þessari grein má sjá góðar upplýsingar um myglusvepp, algeng viðbrögð barna og fullorðinna sem sýna ofnæmisviðbrögð og góðar síður þar sem hægt er að lesa sig til um meiri fróðleik.

Ofnæmisviðbrögð

í sumum tilfellum er fólk með ofnæmi gagnvart myglusveppum og geta einkenni verið: útbrot, nefrennsli, rauð augu, hnerri, hósti og önnur einkenni í öndunarfærum. Mjög fáir eru með ofnæmi fyrir myglu eða innan við 2%.

Sýking

Sveppasýkingar í lungum, ennisholum og ofl. Sveppasýkingar í blóði verða nær eingöngu hjá fólki sem hefur bælt ónæmiskerfi af einhverjum orsökum.

Eituráhrif

Algengustu áhrif myglusveppa eru tengd eiturefnum/ mycotoxínum sem þeir framleiða. Það eru til margar rannsóknir sem sýna fram á áhrif þessara eiturefna á heilsu manna og dýra. Þessi efni komast inn í líkamann við öndun, í gegnum húð eða við inntöku. Eituráhrifin valda bólguviðbrögðum í líkamanum sem gerir það að verkum að við finnum í upphafi til flensu-einkenna. Við langvarandi áhrif verða einkennin sterkari og ýmislegt fer að breytast í líkamanum. Ein algengasta breytingin er lækkun á MSH.

Skortur á MSH veldur síþreytu og stanslausum verkjum. Ennfremur stjórnar MSH starfsemi heiladinguls. 60 % þeirra sjúklinga sem hafa lækkað MSH hafa ekki nægjanlegt ADH eða þvagtemprandi hormón. Þessir sjúklingar eru sífellt þyrstir, hafa tíð þvaglát og oftar en ekki hafa óvenjulega næmni í snertingu við rafmagn. 40% sjúklinga með lækkað MSH hafa ekki stjórn á framleiðslu karlkynshormóna og önnur 40% hafa ekki eðlilega stjórn á framleiðslu yfirnýrnahettubarkarhormóna ACTH og kortisóls. MSH stýrir einnig varnarviðbrögðum í húð, meltingarvegi og í slímhimnu í nefi og lungum

Sjá einnig: Brjóstahaldari sem passar illa getur skaðað þig

Einnig er boði upp á próf á netinu frá biotoxin.info en sú síða er í umsjón læknis sem hefur meðhöndlað nokkur þúsund einstaklinga sem hafa búið í rakaskemmdu húsnæði auk þess að hafa birt niðurstöður rannsókna. Þetta próf getur gefið fólki hugmynd um það hvort að lífræn eiturefni eru að hafa áhirf á heilsu þess, sérstaklega sjónprófið. í því prófi er ekki verið að kanna sjón heldur samhæfni taugakerfis.

Vantar viðmiðunarmörk: Áhrif eiturefna við innöndun eru ekki fullkomlega þekkt í dag. Það eru til miklar upplýsingar um skaðsemi eiturefna við beina inntöku og upptöku í gegnum meltingarveg. Það eru ekki til viðmiðunarmörk fyrir öll eiturefni (mycotoxin) í fæðu eða fóðri enn þann dag í dag.

Það skortir upplýsingar um hversu mikið magn eiturefna þarf að berast inn í líkamann við innöndun til þess að einkenni eitrunar komi fram. Einnig er ekki ljóst hversu langan tíma þarf til að fá einkenni við innöndun. Rannsóknir hafa þó bent til þess að við innöndun berist nægilegt magn eiturefna inn í líkamann til þess að valda skaða, og að í húsnæði með rakavandamál er mikið magn af annars stigs efnum og lífrænum eiturefnum. Upptaka efna í lungum getur verið að allt að 10-100 sinnum hraðari en í meltingarvegi.

Þar sem arfgerð einstaklinga skiptir máli hvort eða hversu vel líkaminn losnar við eiturefni þá hlýtur að vera erfitt að finna viðmiðunarmörk sem henta öllum.

Loftgæði innandyra

Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á loftgæði innandyra auk myglusveppa og lífvera sem vaxa við raka.

Helst ber að nefna útgufun frá nýjum byggingarefnum eða húsgögnum eins og leysiefni, formaldehýð eða önnur límefni. Mengun frá heimilistækjum, svifryk og fleira. Innandyra þar sem raki er vandamál í lofti eða byggignarefnum hafa rannsóknir sýnt að önnur efni frá byggingarefnum , eins og formaldehýð og plastefni frá límum og dúkum og að auki óson hlaðist frekar upp í innilofti samanborið við hús þar sem ekki eru vandamál. Þegar rakavandamál kemur upp í byggingum má segja að til verði efnasúpa sem hleðst upp í lofti innandyra og verður þeim mun meiri ef loftskipti eru ekki fullnægjandi. Það eru því ekki aðeins myglusveppir og lífverur sem þarf að varast í röku húsnæði

Reynslan sýnir að þeir sem búa við viðvarandi raka og/eða myglusveppi verða að auki viðkvæmari fyrir hvers kyns annars konar áreiti. Einstaklingar sem hafa búið í húsnæði þar sem er raki finna einkum fyrir því að ilmefni geta framkallað svipuð einkenni og viðvera í húsnæði þar sem er rakavandamál til staðar. Þessi ilmefni eru meðal annars oft í þvotta– og hreinsiefnum. Einnig getur lykt af nýjum hlutum (útgufun efna) eins og sófum, nýjum bílum, rúmum og fleira framkallað svipuð einkenni. Þetta heilkenni hefur verið kallað MCS  (Multi chemilcal sensitivity) þar sem einstaklingur bregðast við minnsta áreiti í umhverfi sínu. Í Canada eru þessir sjúklingar meðhöndlaðir á sérstakan máta.

Ég nefni þetta hér á þessari síðu þar sem þetta virðist vera reynsla þeirra nokkur hundruð einstaklinga sem ég þekki til en það eru ekki vísindalegar rannsóknir til ennþá sem styðja þetta. Það er áríðandi að gera sér grein fyrir því að það eru ekki bara myglusveppir sem vekja upp þessi einkenni sem koma fram við viðveru í húsnæði. Einkum er það mikilvægt að vita þetta þegar myglusveppur hefur verið fjarlægður þá eru önnur efni sem geta framkallað svipuð einkenni (eftir að hafa fengið einkenni eftir viðveru í húsnæði með raka). Ef myglusveppur hefur verið fjarlægður hefur reynslan sýnt að viðkvæmni fyrir öðrum efnum minnkar.

Sjá einnig: Vatn á fastandi maga er gott fyrir heilsuna

Upplýsingar

Það er almennt viðurkennt að bakteríur og sveppir hafa áhrif á heilsufar fólks.

Rannsóknir á þessu sviði eru flestar yngri en tíu ára og því margt sem á eftir að koma betur í ljós á komandi árum.

Myglusveppir og sumar tegundir örvera sem þrífast í raka geta haft áhrif á heilsu með eftirfarandi hætti: margar tegundir geta valdið beinum sýkingum, ofnæmi eða óþol getur gert vart við sig og síðast en ekki síst er það áreiti vegna efna og efnasambanda sem hafa neikvæð áhrif á inniloft sem er andað að sér. Rannsóknir eru nýjar á þessu stigi eins og áður hefur verið minnst á, en gefa til kynna að tengsl séu á milli raka í húsnæði og heilsufars.

Myglusveppir eru mikilvægir í náttúrunni. Utandyra er eðlilegt að myglusveppir séu í vexti enda eru þeir þar í sínu náttúrulega umhverfi þar sem ríkir samkeppni og eru þeir afar mikilvægir þar sem niðurbrot á sér stað.

Gró myglusveppa eru til staðar í lofti utandyra og berast inn í híbýli með lofti, lifandi verum og vindum. Eðlilegt er að finna gró myglusveppa innandyra (30% m.v. loft utandyra).

Myglusveppir eiga ekki að vera í vexti eða grómyndandi innandyra í híbýlum. Myglusveppir eru í vexti í þeim híbýlum þar sem kjöraðstæður til vaxtar hafa myndast. Þessar kjöraðstæður eru t.d. raki og æti. Gró myglusveppa ná því aðeins að vaxa þar sem umhverfið er þeim hagstætt innandyra. Það er við þessar aðstæður sem myglusveppir geta haft áhrif á heilsu þeirra sem búa í nágrenni þeirra.

Myglusveppir gefa frá sér gró og aðra sveppahluta sem hafa áhrif á gæði innilofts í húsnæði þar sem rakavandamál er viðvarandi.

Sýnt hefur verið fram á að gró og aðrir svepphlutar innihalda eiturefni (mycotoxin) og mótefnavaka. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna mynda myglusveppir mVOC (microbial volitale organic compound) og margir mynda eiturefni sem verða til vegna annars stigs efnaskipta. Það fer eftir tegund, stofni og aðstæðum í hverju tilfelli hvort eða hversu mikið af eiturefnum eru framleidd.

Við höfum fyrir löngu áttað okkur á þeirri hættu sem líkama okkar getur stafað af því að leggja okkur til munns þá villtu sveppi sem vaxa úti í náttúrunni. Við vitum að þeir eru margir eitraðir. Myglusveppir eru hins vegar oftast smáir og sakleysislegir og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að vísindamenn og læknar hafa rannsakað þessa gerð sveppa og þau eiturefni sem þeir mynda og áhrif þessara eiturefna á heilsu manna. Rannsóknir hafa einkum farið fram á húsdýrum sem éta myglað fóður og skoðuð heilsufarsleg áhrif eins og á mjólkandi kýr sem lifa í húsnæði þar sem mygla vex.

Við inntöku í gegnum meltingarveg, til dæmis þegar við borðum eitraða sveppi, eru viðbrögð líkamans við eitrinu skörp og frekar augljós. Hins vegar er erfiðara að greina eituráhrif þeirra myglusveppa sem eru í umhverfi okkar og berast inn í líkamann í gegn um húð og öndunarfæri. Þar sem mygla er í vexti eru gró og aðrir svepphlutar á ferð og flugi, loftborin. Augljóst er að við gleypum og öndum að okkur þeim ögnum sem eru á sveimi hverju sinni og til eru rannsóknir sem sýna fram á það. Eiturefni (mycotoxin) geta því borist inn í líkamann við öndun, snertingu eða í gegnum húð, oft á löngum tíma. Þessi eiturvirkni gerist hægt og einkennin geta komið fram smátt og smátt og er því erfiðara að greina og finna orsök eitrunarinnar en þegar eitraður sveppur er étinn.

Rannsóknir hafa bent til þess að upptaka eiturefna í lungnavef sé margföld á við upptöku í meltingarvegi. Þess vegna hlýtur að vera afar erfitt að finna hversu mikið magn lífrænna eiturefna þarf hverju sinni til vekja einkenni, þó að það séu til viðmiðunarmörk á eiturefnum sem eru tekin upp í meltingarvegi.

Því miður er ekki ennþá hægt að sýna fram á hversu mikið magn eiturefna(mycotoxina) þarf til að hafa áhrif á heilsufar einstaklinga. Það er afar erfitt að finna einhver ákveðin viðmiðunarmörk þar sem arfgerð einstaklinga spilar stórt hlutverk í því hversu auðveldlega eða fljótt líkaminn losar sig við eiturefni hverju sinni. Rannsóknir benda til þess að einstaklingar í ákveðnum vefjaflokkum séu viðkvæmari fyrir þessum eiturefnum en aðrir.

Þess vegna sýna íbúar húsnæðis ekki alltaf sömu einkenni hverju sinni nema kannski þar sem erfðafræðileg tengsl eru fyrir hendi. Einkenni geta jafnvel verið afar mismunandi á milli fjölskyldumeðlima sem búa í sama húsnæði.

Það er algengt að þar sem myglusveppur er í vexti finni aðeins hluti af íbúum eða starfsmönnum til óþæginda.

Þar sem einkenni eru almenn og ansi víðtæk eiga þau það samt sem áður sameiginlegt að þau minnka eða hverfa þegar ákveðið húsnæði er yfirgefið.

Það er margt sem getur haft neikvæð áhrif á loftgæði innandyra og því mikilvægt að finna ástæðuna. Blaut og rök byggingarefni eins og til dæmis lím, steypa og fúgur gefa einnig frá sér efni sem hafa neikvæð áhrif á loftgæði innandyra.

Sjá einnig: Lýtalæknir tjáir sig: „Geimveruvæðing nýr heimsfaraldur“

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að búa þar sem raki er viðvarandi og heilsufars. Sterkustu tengsl eru á milli raka í húsnæði og astma, öndunarfæraeinkenna og svefntruflana þar sem raki er viðvarandi í gólfi. Raki í steyptu gólfi getur valdið niðurbroti efna í steypu, gólfefnum og límum sem hefur neikvæð áhrif á gæði innilofts. Þar sem raki er í steyptu gólfi er algengara að íbúar finni til einkenna í nefholi og hálsi en þar sem raki er ekki til staðar.

Einkenni sem geta komið fram eru talin upp hér.

Fullorðnir

Einkenni

koma ekki öll fram,einstaklingsbundið.

· Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, stundum eins og mígreni.

· Ennisholubólgur, óþægindi og síendurteknar sýkingar.

· Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða sviði í lungum, hrotur.

· Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða aðrar meltingartruflanir.

· Sjóntruflanir, minnistruflanir, snertiskyn, doði og dofi í útlimum,ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni.

· Jafnvægistruflanir,

· Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál.

· Áreiti í slímhúð, öndunarfæri og melting.

· Þroti, bjúgur

· Húðvandamál, þurrkur eða útbrot.

· Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir.

· Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, brauði, msg, mjólkurvörum eða öðru.

· Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa.

· Einkenni eins og hjá börnum.

Börn

Einstaklinsbundið hvaða einkenni koma fram og hversu sterkt

Ef þessi einkenni koma fram án eðlilegra skýringa

· Nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur),

· Hósti, asthmi, lungnabólga, bronkítis

· Höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum.

· Útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði.

· Sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar

· Tíðar sýkingar, RS og bakteríur

· Verk í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám

· Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur eða harðlífi.

· Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skapbrestir.

· Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram.

· Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl.

Rétt þykir að benda á að það eru aðrir umhverfisþættir sem geta haft neikvæð áhrif á loftgæði innandyra. Það eru neikvæð tengsl á milli raka í húsnæði og heilsu.

Ef grunur leikur á að myglusveppir vaxi í húsnæði er mikilvægast að finna upptök raka og ástæðu fyrir því að þeir nái að vaxa. Myglusveppir geta ekki vaxið nema þar sem raki er til staðar. Raki getur myndast til dæmis þar sem húsnæði lekur, lagnir hafa rofnað, einangrun er ábótavant eða þar sem loftflæði er lítið. Afar brýnt er að bregðast fljótt og örugglega við ef vatnstjón á sér stað og koma í veg fyrir að byggingarefni séu blaut.

Gró myglusveppa eru alls staðar loftborin. Myglusveppir verða ekki vandamál innandyra nema þar sem raki er óeðlilega mikill í lofti eða í byggingarefnum og gróin vaxa upp og mynda myglu.

Athuga þarf að þessi einkenni eru sjaldnast ofnæmi í þeim skilningi að þau séu mælanleg með gildi IGg. Samkvæmt finnskri rannsókn kemur það fram að IGg mótefnamæling er ekki kennimerki um hvort einstaklingur hafi viðveru í húsnæði þar sem raki er óeðlilega mikill.

Það eru afar fáir sem mælast með ofnæmi fyrir myglusveppum, sömu einstaklingar geta samt sýnt einkenni sem eru talin upp hér að ofan.

Það er aldrei æskilegt að búa myglusveppum eða öðrum örverum í haginn innandyra og því er afar brýnt að almenningur sé meðvitaður um það hvernig eigi að fyrirbyggja vöxt myglusveppa.

Sjá einnig: Glímir þú við reiðivanda og hvað er til ráða?

Íbúar þurfa að vera meðvitaðir um eftirfarandi:

· Stöðva allan leka sem allra fyrst.

· Þurrka strax eða fjarlægja byggingarefni sem hafa blotnað við leka eða vatnstjón.

· Loftraki innandyra er æskilegur 30-55%, helst ekki fara yfir 60%.

· Loftflæði þarf að vera stöðugt og loftskipti regluleg. Opna glugga reglulega og nota eldhúsviftur eða aðrar viftur sem soga      loftið út.

· Þurrkari (sem er ekki með rakaþétti) skal ávallt blása út úr húsnæði.

· Fylgjast þarf sérstaklega með gluggum þar sem rúðurnar ,,gráta” .

· Mikilvægt er að fylgjast vel með fúgu og þéttiefnum í baðherbergjum.

Heimildir: husogheilsa.is

Hægt er að lesa um myglusvepp á síðu Umhverfisstofnunar www.ust.is 

Greinin er tekin saman af og birt á Heilsutorg.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.


SHARE