Mynd Michael Stokes leiðir til banns á Facebook….aftur!

Í febrúar á þessu ári birti ljósmyndarinn Michael Stokes mynd á facebooksíðu sinni sem að hann tók af Alex Minsky.
Alex er 24 ára fyrrverandi hermaður sem missti neðri hluta hægri fótar síns í Afghanistan eftir að trukkur sem hann var í keyrði yfir jarðsprengju. Minsky man ekki eftir slysinu og var á spítala í San Diego í 17 mánuði áður en hann var leystur undan herþjónustu með láði.
Eftir að Michael birti myndina af Alex var sá fyrrnefndi settur í 3ja daga bann á facebook og honum tilkynnt að myndin væri dónaleg og bryti í bága við reglur Facebook um birtingu nektarmynda. Um 4000 manns deildu myndinni á facebookveggjum sínum í mótmælaskyni. Eftir að banninu lauk fjarlægði Facebook myndina af vegg Michael með þeim afleiðingum að hún fór líka af veggjum allra þeirra sem deildu henni. Engar skýringar voru gefnar eða afsökunarbeiðni.

Hér er myndin:
IMG_8092versionaWM1-640x945

Í þessari viku var Michael settur aftur í bann á Facebook, að þessu sinni í 30 daga. Fyrir hvað? Jú fyrir að birta aðra mynd af Alex, þessa hér:
IMG_834711X17WM-640x988

Sjokkerandi myndir ekki satt?
Maður þarf ekki að leita lengi á facebook til að sjá að þar er af nægu að taka þegar kemur að nöktu kvenfólki, fjöldi like-síðna, hópa og mynda. Þetta tvöfalda siðferði Facebook er áhugavert og fáránlegt og í takt við bann þeirra við myndum af konum með börn á brjósti meðan að myndir af limlestingum og barsmíðum fá að lifa góðu deililífi á Facebook.

Hér eru tvær myndir af síðum á Facebook:
971005_453247524764402_656856459_n-640x480 1380196_447930415316099_1218968313_n

Þessar myndir ásamt mörgum fleiri hafa fengið að vera í friði fyrir ritskoðun Facebook.

Neðangreind mynd var einnig fjarlægð og sú sem póstaði, Linda Patricia, sett í 30 daga bann á facebook. Myndin er auglýsing fyrir Rufskin

1388714_205982029573812_30802225_n

Skelfilegt ekki satt?

SHARE