Ljósmyndarinn Paul Schneggenburger fékk allt uppí 80 manns til þess að sitja fyrir á þessum mögnuðu myndum. Hann bjó til einhverskonar svefnherbergi í studíóinu sínu þar sem var eitt hjónarúm og eitt kerti. Svo fékk hann pör og fjölskyldur til þess að sitja fyrir með því einu að sofa í eina nótt. Myndatakan stóð yfir í sex klukkustundir og tók hann upp allar hreyfingar fólksins og setti í eina mynd. Niðurstaðan er ótrúlega flott.