Myndaði orðin „Hjálpið mér“ með vörunum – Sáu konuna í gegnum bílrúðuna – Myndband

Þeir Aaron Arias, 19 ára, og Jamal Harris 17 ára voru að keyra á götu í Dallas þegar þeir lentu á rauðu ljós. Þeir litu, eins og gengur og gerist, yfir á næsta bíl og sáu ljóshærða konu í aftursæti hins bílsins.

„Okkur fannst hún frekar aðlaðandi þessi kona“ segir Aaron. En í sama mund lítur konan í áttina til þeirra og myndar orðin „Hjálpið mér“ með vörunum.

Þessi 25 ára gamla kona hafði verið á bílastæðinu hjá skrifstofubyggingunni sem hún vinnur í, þegar ókunnugur maður kom með byssu og stóran hníf og lamdi hana í höfuðið og neyddi hana inn í bílinn hennar. Hann keyrði af stað og henti farsímanum hennar út um gluggann.

Þegar drengirnir sáu konuna á rauðu ljósi hringdu þeir í Neyðarlínuna og veittu bílnum svo eftirför til þess að missa ekki af bílnum og geta leyft lögreglunni að fylgjast með. Mannræninginn var handtekinn á staðnum og konan var ómeidd.

SHARE