Myndar einhverfan son sinn – Gerði feðgana enn nánari – Myndir

Timothy Archibald hóf að mynda einhverfan son sinn Elijah þegar hann var bara 5 ára gamall. Markmiðið með þessum myndum var að festa á filmu hversu undarleg og óskiljanleg veröldin er oft í augum þessa sonar hans en verkefnið vatt utan á sig.

Elijah hefur mikla þörf fyrir endurtekningar og venjur, elskar alla vélræna hluti og er mjög einangraður félagslega og faðir hans ætlaði að mynda þessar venjur og hefðir Elijah. Með tímanum fór svo Elijah að verða meira og meira áhugasamur um allt þetta og fór að hjálpa föður sínum að stilla upp aðstæðum og sjálfum sér, á sama tíma.

Þetta verkefni gerið feðgana mun nánari og að sögn Timothy hjálpaði þetta honum að skilja son sinn betur og skilja jafnframt hlutverk sitt sem föður betur.

SHARE