Á vefsíðu breska dagblaðsins The Telegraph má finna frétt um storminn okkar margumrædda og víðfræga. Fréttinni fylgir svo myndband af konu – sem samkvæmt miðlinum heitir Bára og virðist hún vera á leiðinni að dytta eitthvað að sólpallinum sínum þegar stormurinn feykir henni um koll með þvílíkum tilþrifum.
Ef slegið er svo inn á Google ,,Woman gets blown off her feet during Iceland storm” má sjá að myndbandið hefur farið í birtingu ansi víða.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.