
Grínistinn og þáttastjórnandinn Ellen Degeneres klæddi sig upp sem Körlu Kardashian fyrir hrekkjavökuna í ár.
Sjá einnig: Ellen gefur henni bíl og meira til …(Varúð, þú ferð að skæla)
Karla á að vera ein af Kardashian systrunum sem fær að stíga í sviðsljósið fyrst núna, í nýjustu þáttarröðinni af Keeping Up With The Kardashians. Eins og Ellen einni er lagið lét hún klippa sig inn í auglýsingu fyrir nýjustu þáttarröðina sem hefst í nóvember.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.