Um helgina birtist mynd, sem nánast hefur sett slúðurmiðla á hliðina, á Instagram-reikingi sem ber notendanafnið privatekanye. Myndin sýnir North West, dóttur Kim Kardashian og Kanye West, gefa litlu barni pela. Við myndina er svo skrifað everything. Ekki er vitað hver er á bak við þennan tiltekna Instagram-reikning og hafa heyrst háværar raddir um að myndin hljóti að vera fölsuð. En það þykir ólíklegt annað en að það muni fylgja því opinber tilkynning þegar fyrstu myndirnar af Saint líta dagsins ljós. Eins er talið að Kim og Kanye ætli sér að birta fyrstu myndirnar af syninum í virtu tímariti og fá fyrir það væna þóknun.
Sjá einnig: Saint mun ekki sjást í Keeping Up With the Kardashians
Myndin sem er að gera allt vitlaust.
Fyrsta myndin sem Kim birti opinberlega ,,af” Saint.