Það er alltaf gaman að breyta til og stundum þarf ekki að gera mikið til að poppa aðeins upp heimilið. En frábært að fara í framkvæmdir og sjá muninn þegar verkinu er lokið. Hérna eru nokkrar fyrir/eftir myndir sem sýna skemmtilegar breytingar.
Frekar leiðinlegt baðherbergi þar sem vantar allan stíl….
Allt annað að sjá þetta ljósari litir sækka rýmið, fallegt gólfefnið hífir upp standardinn og þessi krúttlegi gluggi nýtur sín miklu betur
Það eru margir sem búa við þetta vandamál, þ.e.a.s. þröngt og óspennandi baðherbergi, en þau geta alveg verið heimilinu til sóma
Bjartara, hugglegra og sýnir að baðherbergin þurfa ekki að vera stór til að vera flott
Annað dæmi um hundleiðinlegt baðherbergi í ljótri litasamsetningu
Geggjuð breyting með að taka út baðkarið og skipta öllu út – vel gert !
Eldhússtólar og borð geta komið úr sitthvorri áttinni en það er að vísu eitthvað trend núna, en það er hægt að bjarga þessu án þess að henda og kaupa nýtt
Þetta er bara virkilega flott breyting -á norðurlöndunum er mjög vinsælt núna að mála borð hvít og hafa borðplötuna í gráum tónum
Stundum kemur upp sú staða að það vantar herbergi á heimilinu og þá kemur bílskúrinn oft til að bjargar
Töff gróft unglingaherbergi í skúrnum
Hægt er að rífa niður ljósin og poppa þau upp
Ljósið spreyjað svart og er eins og nýtt
Tekk-komóður eru vinsælar og með smá föndri má heldur betur hrista upp í hlutunum
Búið að bera tekk-olíu og mála efsta hlutann
Satt best að segja er ég feginn að hafa aldrei endað í kaffibolla í þessu eldhúsi, en….
Hér var brotinn niður veggur og opnað inn í næsta rými, fyllt upp í hurðina sem var við hliðina á eldavélinni og útkoman glæsileg – núna er ég til í kaffibollann
Ósköp venjulegt eldhús
Léttir mikið að taka efri skápa og losa sig við dökkgræna litinn – þetta er bara miklu bjartara og skemmtilegra
Það er lítill sómi af þessari stofu og þörf á að hrista aðeins upp í hlutunum þarna
Þetta er með ólíkindum að þetta sé sama stofan – virkilega góðar breytingar sumarbústaða-viðar-fýlingurinn farinn. Björt og kósý stofa
Stakir stólar eins og er vinsælir í Bandaríkjunum og eru frekar óspennandi oft á tíðum
Já þessi fékk að finna fyrir því og öskrar “sestu” á alla sem koma inn í rýmið – flippað, litríkt og bara þræl skemmtileg breyting á frekar leiðinlegum stól.
Krem-gulur litur ráðandi og gefur þessu væmið yfirbragð
Virkilega töff breyting rýmið allt orðið hvítt og brotið upp með eldhúsinnréttingunni þar sem skápapláss er aukið án þess að breytingin verði yfirþyrmandi- virkilega flott
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.