Hún er yndisleg, nýbökuð móðirin, sem hreinlega geislar af lífsgleði með litlu stúlkuna sína í fanginu í meðfylgjandi myndbandi – en einhvern veginn er ekki laust við að vægur hrollur læðist niður bakið um leið.
Eru allar nýbakaðar mæður færar um að skoppa um í bleikum æfingabuxum og sveifla flissandi ungabarni um öll gólf, eða bara þær sem voru í feiknargóðu formi áður en til meðgöngu kom?
Hvað sem því líður; stúlkan á myndbandinu heitir Crisilla Anderson, er bandarísk og býr í Los Angeles.
Myndbönd þar sem Crisilla æfir með ungabörn og stálpuð smábörn má finna undir #fitmommymovement á Facebook og fleiri samskiptamiðlum, en Crisilla birtir önnur álíka hress og skemmtileg myndbönd á YouTube rás sinni, sem má skoða HÉR
Myndir þú leggja upp í slíkt æfingaprógramm með nýfætt barn í fanginu?
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”FeLuAWBmgWo”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.