
Það er aragrúi af mótelum í Bandaríkjunum. Þetta er eitt af þeim og heitir einfaldlega The Clown Motel og er staðsett í Nevada eyðimörkinni.
Það er, eins og nafnið gefur til kynna, trúðaþema á þessu móteli og það fer ekkert á milli mála þegar maður kemur þarna inn að þemað er tekið alla leið.



Það hjálpar ekki til að mótelið er við hliðina á kirkjugarði þar sem eru yfir 300 grafir.

Allir sem hvíla í kirkjugarðinum létust úr dularfullri farsótt sem herjaði á íbúa á þessu svæði og þurrkaði út flesta íbúa staðarins á árunum 1901 – 1911.




Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.