Votlönd nefnist áhugaverð samsýning 8 skandinavískra kvenna sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Kveikjan að samstarfinu var samtal þeirra um sameiginlegan áhuga á keramiki í víðu samhengi og þá þróun sem átt hefur sér stað í faginu. Viðfangsefnið er “mýrin” sem listakonurnar nálgast á margvíslegan hátt eins og verkin á sýningunni bera ótvírætt vitni um.
Listakonurnar heita: Guðný Hafsteinsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigurlína Osuala, Hannamaija Heiska, Jaana Brick, Merja Ranki, Päivi Takala.
Sýningin stendur til 21. september.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.