Christopher Watts var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær, mánudag. Hann var fundinn sekur um að hafa myrt ófríska eiginkonu sína og tvær dætur þeirra, Bella, 4 ára og Celeste, 3 ára.
Cristopher kom fram í ágúst og þóttist þá vera að leita að eiginkonu sinni og lét lýsa eftir þeim. Hann lýsti stöðu sinni sem algjörri martröð. Hann var mjög fljótlega handtekinn fyrir hvarf fjölskyldu sinnar. Fyrsta útgáfa Christopher af atburðarrásinni var var á þá leið að hann hefði beðið Shannan um skilnað og þá hafi hún myrt börnin þeirra og hann hafi síðan myrt hana í reiðiskasti.
Lögreglan trúði þessari sögu Christopher aldrei og loks kom að því að hann játaði á sig öll þrjú morðin. Hann reifst heiftarlega við eiginkonuna sem varðist með öllu sem hún átti en hann hafði að lokum betur. Þá snéri hann sér að dætrum sínum sem höfðu vaknað við lætin. Hann fór svo í það að fela lík mæðgnanna. Hann gróf Shannon og setti dætur sínar í sitthvorn olíutankinn.
Christopher hafði verið duglegur við að halda framhjá og sagði Nichol Kessinger að hann væri sjúklegur lygari. Hún hafði byrjað að vera með honum mánuði fyrir morðin og þau hafi hist svona 4-5 sinnum í viku. Önnur kona sem Cristopher hélt við sagði að hann hefði viljað stunda mjög ofbeldisfullt kynlíf og viljað stoppa fyrir öndunarveg hennar í kynlífinu. Christopher átti í 10 mánaða ástarsambandi við karlmann líka.
Tengdafaðir Christopher sagði við réttarhöldin: „Þú ert skrímsli. Þú hélst þú kæmist upp með þetta.“
Við dómsuppkvaðninguna sagði hann líka: „Þú barst þær út úr húsinu eins og rusl. Þú grófst dóttur mína og Nico (ófætt barn þeirra) í grunna gröf og settir svo dætur þínar í olíutank.“
Dómarinn sagði: „Þetta er ómannúðlegasti og grimmilegasti glæpur sem ég hef dæmt og ég hef dæmt í þúsundum mála.“
Cristopher játaði sök í málinu til þess að sleppa við dauðarefsingu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga rétt á reynslulausn. Ofan á það fékk hann 48 ár vegns morðs á ófæddu barni og 12 ár fyrir að fara illa með lík.
Foreldrar Cristopher töluðu líka í réttarhöldunum. Þau sögðust fyrirgefa honum en gætu ekki skilið hvers vegna hann hefði gert það sem hann gerði. „Við höfum ekki enn fengið nein svör. Ég vona að einn daginn geturðu hjálpað okkur með það,“ sagði pabbi hans.