Þessi dýrðlegheit koma frá systrunum Tobbu og Stínu á Eldhússystrum.
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu
900 gr kjúklingur
smjör
salt og pipar
300 gr rjómaostur
1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).
rifinn ostur að vild
nachosflögur
Aðferð
Stillið ofninn á 225°. Skerið kjúklinginn í bita og steikið hann alveg í gegn í smjöri og saltið og piprið.
Blandið rjómaostinum saman við salsasósuna í potti og látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið sósunni yfir og stráið yfir rifnum osti og muldum nachosflögum. Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum og salati.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.