Náði þessari breytingu á 15 mínútum! – Ótrúlegt en satt!

Mel er ástralskur einkaþjálfari og var komin með nóg af villandi „fyrir og eftir“ myndum sem er ætlað að selja megrunarlyf og líkamsræktarnámskeið.  Mel ákvað því að taka sína eigin „fyrir og eftir“ mynd og tók hún myndirnar með kortérs millibili.

„Kíkið á breytinguna á mér! Tók mig 15 mínútur!“ skrifaði Mel á Instagram.

„Viljið þið vita leyndarmálið mitt? Það fyrsta sem ég gerði var að sleppti símaveskinu því það er bara hallærislegt, skipti um bikíníbuxur (því þessar svörtu eru einni stærð stærri og svartur litur grennir mann), bar á mig smá brúnkukrem, smellti í mig hárlengingunni minni, stóð beinni í baki, saug magann inn, teygði úr handleggnum til hliðar svo þeir líta út fyrir að vera grennri, beindi mjöðminni út í aðra hliðina, hafði aðeins lengra á milli fótanna, axlirnar aftur og brosti stoltu brosi. Svo setti ég smá „filter“ á „eftir“ myndina því þá verður allt svo flott.“

fdafdsfda

 

Hér er bloggið hennar.

SHARE