Naktir í Seinni heimsstyrjöldinni – Öðruvísi myndir af hermönnunum

Þessar sjaldséðu og einstöku ljósmyndir eru frá ljósmyndaranum Michael Stokes, en þær sýna bandaríska, breska og ástralska hermenn úr Seinni heimsstyrjöldinni. 

Við höfum séð fjölmargar myndir úr Seinni heimsstyrjöldinni og flestar sýna þær bardaga, sprengjur og stríð, eins og gefur að skilja.

Myndirnar hafa verið á háaloftum hermanna í meira en 60 ár en koma nú fram í dagsljósið

Þessar myndir eru hinsvegar frábrugðnar þeim myndum sem þú hefur séð. Þær sýna hermennina á stund milli stríða, þar sem þeir eru að slaka á og jafnvel að fíflast aðeins. Myndirnar hafa verið á háaloftum hermanna í meira en 60 ár en koma nú fram í dagsljósið. Þessar myndir sýna svo bersýnilega mannlegu hlið þessarra manna og þann vinskap sem myndaðist milli þeirra í fremstu víglínu.

Þessar myndir koma allar í nýrri bók sem heitir: My Buddy: World War II Laid Bare, en myndir tók fyrrnefndur ljósmyndari saman, Michael Stokes. Í bókinni eru meira en 500 ljósmyndir af hermönnum sem eru ekki á vígvellinum.

Ungir menn sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og vinum sínum og eru greinilega að njóta hvers dags fyrir sig,

Hermennirnir eru margir hverjir varla orðnir fullorðnir, ungir menn sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og vinum sínum og eru greinilega að njóta hvers dags fyrir sig, því margir af þeim hafa af öllum líkindum ekki lifað stríðið af. Vináttuböndin sem urðu til í stríðinu voru mjög sterk og endust, í mörgum tilfellum, lífið á enda, einnig hjá þeim sem lifðu stríðið af. 

article-2622554-1DA52D9300000578-663_634x369

Sjóliðar taka sturtu 

article-2622554-1DA52D8B00000578-581_634x408

Einn dagur í afslöppun í Suður Kyrrahafinu

article-2622554-1DA52D8F00000578-483_634x508

article-2622554-1DA52D9B00000578-641_634x662

3 breskir hermenn deila sturtu 

article-2622554-1DA528F400000578-617_306x485

article-2622554-1DA5293400000578-222_306x485

Einn að vera fyndinn þarna fyrir aftan

article-2622554-1DA5294D00000578-970_634x469

Stund milli stríða í stríðinu við Japani

article-2622554-1DA5294500000578-575_306x510

Læknisskoðun

article-2622554-1DA5292A00000578-674_306x510

article-2622554-1DA5291D00000578-158_634x398

article-2622554-1DA5295300000578-63_306x483

article-2622554-1DA5296000000578-599_306x483

Og þá er það hópsturta!

 

SHARE