Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum

Jæja, nú er hinn guðsvolaði janúarmánuður senn á enda. Svona næstum. Megruninni er lokið. Meinlætalífið er búið. Búðu þér til nammisprengju, ó já. Kommon, svo er líka laugardagur.

Þessi guðdómlegu girnilegheit koma frá Erlu Guðmundsdóttur, 24 ára sælkera og matarbloggara. Bloggið hennar er afar girnilegt. Og fitandi í senn.

img_20150120_204913

 Marengsbotn:

  • 150 gr púðursykur
  • 150 gr sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 2 bollar mulið Rice Krispies
  • 1 bolli karamellukurl frá Nóa síríus

Stífþeytið eggjahvíturnar, púðursykurinn og sykurinn. Bætið síðan Rice Krispies og karamellukurli varlega út í með sleikju. Setið í tvö hringlaga form eða á bökunarpappír og bakið við 130°c í sirka 50 mínútur.

Fylling og toppur:

  • 500 ml rjómi
  • 3 – 4 msk Nutella (eða hvaða súkkulaðismjör sem er)
  • 1 Maltersespoki
  • 1 pakki Oreokex
  • Nokkrar Dumlekaramellur

Þeytið allan rjómann fyrst og bætið síðan Nutella saman við, rjóminn verður pínulítið flatari en alls ekki verri. Takið helminginn af rjómanum og dreifið yfir neðri botninn. Skerið niður hálfan poka af Maltersers og hálfan kassa af Oreokexinu, frekar gróft, og dreifið yfir rjómann. Setjið hinn botninn ofan á og restina af rjómanum ofan á hann. Skerið svo hinn helminginn af Malterserspokanum og oreokexpakkanum og dreifið af vild yfir rjómann. Bræðið síðan sirka 6-8 Dumlekaramellur í potti með smá rjóma og dreifið vel yfir kökuna. Skreytið að lokum með jarðarberjum.

img_20150120_204828

Upp með svunturnar. Bakið kökuna, borðið og njótið.

Gleðilegan laugardag!

 Tengdar greinar:

After Eight marengs – Þessa köku verður þú að prófa!

Dásamleg Ostakaka – Uppskrift

Matur og kökur sem henta vel í ferminguna – Uppskriftir

SHARE