Nýjustu fregnir af tískuvikunni í París herma að ofurfyrirsæturnar, Cara Delevingne og Naomi Campell, hafi lent í handalögmálum. Rifrildið, sem hófst á fúkyrðaflaumi og görgum í næturklúbbi í París, endaði á því að vitni þurftu að ganga á milli þeirra. Naomi reyndi að hrinda Cöru, sem brást við með því að reyna að rífa úr henni hárlengingarnar.
Orsök áfloganna er enn á huldu. Samkvæmt erlendum slúðurmiðlum á söngkonan Rihanna mögulega aðild að máli. Einhver vitni vildu meina að Naomi hafi sakað Cöru um að sýna Rihönnu vanvirðingu og svo hrint henni í kjölfarið. Gæti passið, enda Naomi alræmdur skaphundur. Aðrir sem vitni urðu að atburðinum sögðu ekki hefði verið um slagsmál að ræða, heldur hafi klúbburinn verið bæði troðinn og hávær, ekki hafi verið hægt að komast hjá því að öskra og nánast hrinda næsta manni.
Drama, drama, drama!
Tengdar greinar:
Rihanna mætti með fjólublátt skraut á brjóstunum á sér
Rihanna ber að neðan í myndatöku – Myndir
Naomi Campbell fetar nýjar slóðir
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.