Tískuhús Burberry fetar ekki troðnar slóðir í kynningu á vor- og sumarlínu 2015, en það eru þær Naomi Campell og Jourdan Dunn sem kynna inn nýja árið í gullfallegri auglýsingaherferð sem mynduð var af Mario Testino.
Áður kynntu þær Cara Delevingne og Kate Moss ilminn My Burberry í september sl. en svo virðist sem Burberry velji saman þróttmiklar konur sem náð hafa langt í sinni atvinnugrein og sameini undir merki tískuhússins til að kynna nýjustu vörur þess.
.
.
Sjálf hefur Campell yfir tveggja áratuga reynslu í faginu en Jourdan mun nýliði í bransanum og er þetta í annað sinn sem hún er valin af Burberry til að kynna línu tískuhússins.
.
.
Listrænn stjórnandi tískuhússins, Christopher Bailey sem leikstýrir auglýsingunni ásamt Testino, fer fögrum orðum um þær Jourdan og Naomi í viðtali við Telegraph en hann segir meðal annars:
Naomi og Jourdan – tveir glæstir fulltrúar Bretlands; tvær sterkar, gullfallegar konur sem eru eins og klæðskerasniðnar til að kynna nýjustu herferð okkar. Það er ávallt sannur heiður að starfa með þeim.
Hér má sjá kynningu á vor- og sumarlínu Burberry en herramennirnir tveir munu ekki vera hátískumódel heldur tónlistarmenn og eru þeir George Barnett, sem er trommuleikari sveitarinnar These New Puritans og George Le Page sem spilar á trommur fyrir sveitina Of Empires
Tengdar greinar:
Romeo í ástarævintýri jólanna fyrir Burberry
Geðveikur myndaþáttur með Naomi Campell – Í febrúar tölublaði Elle
Heitustu herrailmirnir fyrir jólin
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.