VARÚÐ: Napur veruleiki íslenskra utangarðsmanna – Myndir

Napur veruleiki íslenskra utangarðsmanna er viðfangsefni Gísla Hjálmars Svendsen sem er nýútskrifaður úr Ljósmyndaskólanum. Hann hyggur nú á útgáfu 170 blaðsíðna ljósmyndabókar er tekur ítarlega á daglegum aðstæðum utangarðsfólks á Íslandi.

„Það virðist liggja misskilningur hjá fólki að þetta sé eitthvað egórúnk í mér – ég hef prívat og persónulega tengingu við þetta gegnum nána vini sem hafa látist úr aðstæðunum – fólkið sér fyrir sér róna með matarkörfu úr Bónus í hreinu og fínu rúmi á gistiskýli. Ef þetta getur orðið til þess að þrýsta á akút úrlausnir fyrir þetta fólk. Ef verkefnið leiðir til úrlausna þá verð ég ánægður fyrir hönd þessa fólks, það var eini tilgangur minn með þessu ljósmyndaverkefni.“

Gísli leggur nú lokahönd á bókina sjálfa og er verkið væntanlegt í prentútgáfu innan tíðar og verður verkið fáanlegt í bókaverslunum víða um land. Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar inngang að verkinu, en verkið mun telja 170 blaðsíður og kemur út í viðhafnarbindi, en myndunum fylgja einnig beinar tilvitnanir í viðfangsefni Gísla.

Verkefnið sjálft spannar ríflega þrjú ár en Gísli vann að lokum myndaseríuna sem lokaverkefni sitt í Ljósmyndaskólanum, tók myndirnar sem sjá má hér að neðan – en þetta er veruleiki þeirra sem búa úti á Granda og hvað verst hafa orðið úti í íslensku samfélagi og lotið hafa í lægra haldi fyrir Bakkusi.

Seríuna sjálfa má nálgast á nemendasíðu Ljósmyndaskólans og er lokaverkefni Gísla að finna hér.

Full ástæða er til að vara við eðli myndanna sem sjá má hér að neðan – en viðkvæmir eru beðnir að gæta varúðar við áhorf. Þetta er napurt hlutskipti íslenskra utangarðsmanna í dag. 

 

GHsvendsen250313-142105 GHsvendsen200213-172703-2 GHsvendsen170512-163935 GHsvendsen170512-160602 GHsvendsen160213-182832 GHsvendsen130213-153638

 

 Fleiri myndir úr seríunni Utangarðsmenn má sjá HÉR

SHARE