Náttúruleg verkjalyf við liðagigt

Fjölmargir eiga við liðagigt að etja sem skerðir starfsorku þeirra verulega. Helstu einkennin eru morgunstirðleiki, verkir, liðbólgur og minnkuð hreyfigeta. Önnur einkenni geta verið bólgin augu, dofi í höndum, hnúðar undir húðinni, auk þess sem margir finna fyrir þreytu og vanlíðan.

Læknisfræðin upplýsir okkur um að liðagigt sé ólæknandi og notar bólgueyðandi lyf og verkjalyf sem draga úr afleiðingum sjúkdómsins en ráðast ekki að rótum vandans.  Sumum er illa við að taka inn lyf að staðaldri og gætu því þurft að prófa aðrar leiðir til að halda liðagigtinni í skefjum. Í því samhengi má nefna bætiefni og jurtir eins og Omega 3, sítrónu”verbena”extract, lífrænt súlfur og brenninetlulauf.

Omega 3 og sítrónu”verbena”extract

Árið 2011 var birt rannsókn frá vísindamönnum á Spáni í blaðinu Alternative and Complementary Medicine.  Rannsóknin sýndi fram á minnkun á krónískum verkjum liðagigtar við inntöku sítrónu verbena extract og omega-3 fiskiolíu. Það fólk sem tók þátt í rannsókninni sýndi fram á 78% minni verki og stífleika eftir aðeins 9 vikur af inntöku þessarar blöndu. Tekið skal fram að rannsóknin byggir á traustum vísindalegum verkjamælingum.

Lífrænt súlfúr
Lífrænt súlfur er mikilvægt efni fyrir liði líkamans og virkar því vel á liðagigt. Ástæðan fyrir því að við fáum ekki nægjanlega mikið af því úr fæðunni er sú að þau efni sem notuð eru við ræktun hafa truflað náttúrlega súlfur hringrás jarðvegsins. Lífræna súlfúrið sem kallast einnig Methylsulfonymethane er hægt að fá úr plöntum sem hafa verið ræktaðar á lífrænan máta. Hægt er að fá slík súlfúr í formi fæðubótaefna.

Brenninetlulauf


Brenninetlulauf er jurt sem hefur lengi verið notuð í óhefðbundinni læknisfræði til að draga úr bólgum. Hún inniheldur mikið af náttúrulegu boroni, siliconi og öðrum málmum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á jurtinni í gegnum árin sem allar hafa sýnt fram á árangur hjá þeim sem þjást af gigt af einhverju tagi. Oftast eru búin til smyrsl úr brenninetlulaufum sem notuð eru útvortis til að lina gigtarverkina.
Í einni slíkri rannsók sem framkvæmd var árið 1999 í Playmouth Postgraduate Medical School í Bretlandi kemur fram að allir þátttakendur nema einn sýndu fram á minni einkenni liðagigtarinnar.

Ef þú vilt fræðast meira um þessi mál eru linkar hér:
 

Natural remidies for treating arthritis.


Natural remidies for arthritis.

40 home remedies for arthritis.





Og hér eru youtube vídeó:
Náttúrulegar jurtir og lækningar á liðagigt

http://www.youtube.com/watch?v=wt2gRQoZ53Y

LIðagigt og grænmetis og ávaxtadjúsar

http://www.youtube.com/watch?v=Bi_8HW3ZD6I

Liðagigt og náttúrulegar jurtir

 

Heimildir:

Natural News, 22. Mars 2012


Joint stadus improved by lemon verbena extract combined with fish oil.

Discoveer the benefits of organic sulfur.

The west coast organic sulfur study.


The benefits of stinging Nettle.

Heilsa.is

Birt með góðfúslegu leyfi heilsufrelsi.is

heilsufrelsi_small

 

SHARE