Nautapottréttur með hvítlaukskartöflum

Ég vara ykkur við en þessi pottréttur er syndsamlega góður og að sjálfsögðu kemur hann frá henni Röggu mágkonu úr seinni bókinni hennar.

Rögguréttir 2, Eldað af ást og ef einhvern vantar eintak eða bara vill styrkja gott málefni þá veit ég að enn eru til einhver eintök og ég veit að félag langveikra barna er afar þakklátt fyrir að öll sala rennur beint til þeirra.

Nautapottréttur

Uppskrift:

500 gr nautakjöt í bitum

2 laukar

3 hvítlauksrif

1-2 tómatar

3 msk tómatpúrra

200 ml nautasoð ( 1 teningur leystur upp í 200 ml af vatni)

1 peli rjómi

Aðferð:

Nautakjötið er kryddað með kjöt og grillkryddi og brúnað á pönnu. Laukurinn saxaður og bætt við á pönnuna.

Tómatar saxaðir og settir í stóran pott ásamt tómatpúrrunni. saltað og piprað og nautasoðinu skellt út í. Þessu er svo leyft að malla í 2 tíma við vægan hita í lokin er rjómanum bætt út og vel blandað saman við réttinn.

Hvítlaukskartöflur

Uppskrift:

700 gr hráar kartöflur

1/2 líter matreiðslurjómi

3 hvítlauksrif

salt

Pipar

Aðferð:

Kartöflurnar eru flysjaðar, skornar í grófar sneiðar og raðað í eldfast mót.

Rjóma, pressuðum hvítlauk, salti og pipar blandað saman og hellt yfir kartöflurnar. Sett í ofn og bakað við 180 gráður í 90 mín.

Frábært að hafa með þessu gott salat og snittubrauð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here