Það þarf ekki alltaf rosa mikið af kjöti til að gera góða og seðjandi máltíð. Ég geri þetta nautasalat annað slagið og það er aldrei kvartað yfir því heldur stynja allir við borðið yfir því hvað það er gott!
Uppskrift:
500 -800 gr Nautalund eða fille (bara einhver mjúkur partur)
Klettasalat, spínat og iceberg salat
Paprikur í öllum litum
Tómatar
Agúrka
Rauðlaukur
Bláber og jarðaber
Vínber
Pistasíur og saltaðar kasjúhnetur
Balsamic eða einhver góð sósa til að dreifa yfir
Grófrifin Parmesan toppar þetta alveg.
Aðferð:
Steikja nautið passlega eftir smekk, skera í þunnar sneiðar.
Skola grænmeti og berjum raðað fallega á fatið og svo koma nautasneiðarnar ofan á.
Mér finnst geggjað að nota gott balsamic út á eða einhverjar kaldar spicy sósur. Leyfið bara bragðlaukunum að njóta sín.
Mjög einfalt, mjög smart og rosalega gott að hafa gott rauðvín með þessu.
Njótið.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!