Nautið er eitt nautnafyllsta merkið í dýrahringnum; hið dæmigerða Naut er ástríðufullt að eðlisfari og býr yfir knýjandi kynhvöt. Nautið hefur næmt fegurðarskyn og fellur kylliflatt fyrir nautnum og fegurð í fjölbreytilegri mynd. Jarðbundið og traust eðli einstaklinga sem fæddir eru í Nautsmerkinu styrkir enn nautnafullt eðli þeirra og næmleika, en á sömu stundu getur Nautið verið einkar varkárt í samskiptum og nálgast tilvonandi maka eða elskhuga af varfærni og íhugun. Nautið tekur síður frumkvæði en veit þó upp á hár hverjar þarfir þess eru.
Hið ástfangna Naut ætti að eiga fyrir höndum löng og innileg samtöl við maka, krefjandi spurningum verður svarað og heiðarleikinn verður kennimerki ástfanginna einstaklinga í Nautsmerkinu nú í sumar.
Þó Nautið sé lostafullt í eðli sínu stjórnast það á sömu stundu ekki af kynhvötinni einni saman. Nautið hefur þörf fyrir staðfestu og öryggi og virðir eignaréttinn til fullnustu sem merkir á sömu stundu að Nautið nýtur sín til fulls í hjónabandi og föstu tilfinningasambandi, en er síður fyrir skyndikynni. Ástfangið Naut leggur allt í sölurnar fyrir maka sinn og binst föstum tryggðarböndum. Þegar Nautið verður á annað borð ástfangið, er það fyrir lífstíð. Nautið litur málefni ástarinnar ekki léttvægum augum.
Einhleyp Naut mega einnig eiga von á ævintýrum en í einlægari kantinum, lostinn víkur fyrir innileika og nánd.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr, kæra Naut, því tími sjálfsskoðunar er á næsta leiti. Hið ástfangna Naut ætti að eiga fyrir höndum löng og innileg samtöl við maka, krefjandi spurningum verður svarað og heiðarleikinn verður kennimerki ástfanginna einstaklinga í Nautsmerkinu nú í sumar. Einhleyp Naut mega einnig eiga von á ævintýrum en í einlægari kantinum, lostinn víkur fyrir innileika og nánd. Þau Naut sem þyrstir eftir kæruleysislegri tilbreytingu eiga ekki gróskusamt sumar fyrir höndum, þvert á móti gerir staða stjarnanna það að verkum að leit einhleypra í Nautsmerkinu eftir nýjum kynnum verði varanlegri og alvörugefnari en í fyrstu var á kosið.
“Vel skal vanda það sem lengi skal standa” eru einkunnarorð sumarsins og Nautið ætti því að fara varlega í að undirrita alla langtímasamninga …
Staða Satúrnusar felur í sér varkárni og íhugun. Nautið ætti því ekki að reikna með nýjum og spennandi tækifærum á sviði atvinnu og fjármála, heldur nýta þetta óvænta sóknarfæri til að hlúa betur að þeim fræjum sem þegar hefur verið sáð. “Vel skal vanda það sem lengi skal standa” eru einkunnarorð sumarsins og Nautið ætti því að fara varlega í að undirrita alla langtímasamninga, skoða vel smáa letrið og íhuga vel afleiðingar áður en ráðist er í nýjar framkvæmdir.
Njóttu því, kæra Naut, að flatmaga í sólinni þegar hún loks fer að hækka á lofti og láttu nýjar fyrirætlanir eins og vind um eyru þjóta.
Nautið hefur þegar lagt traustan grunn að farsælu ári með harðfylgi og dugnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og síðustu sex mánuðum fyrra árs. Ef vel hefur tekist upp hjá Nautinu má fremur reikna með því að ávextir uppskerunnar fari að koma í ljós með hækkandi sól. Njóttu því, kæra Naut, að flatmaga í sólinni þegar hún loks fer að hækka á lofti og láttu nýjar fyrirætlanir eins og vind um eyru þjóta. Nú er kominn tími til að líta yfir farinn veg og njóta þess sem hefur áunnist, hvíla lúin bein. Notalegt, ekki satt?