Neighbours, hin dásamlega sápuópera sem við öll þekkjum, á 30 ára afmæli í vikunni. Á þessum 30 árum hafa átt sér stað 41 brúðkaup, 32 skilnaðir, 15 fæðingar, 35 dauðdagar, 2 upprisur frá dauðum, 23 bílslys, 7 sprengingar af einhverju tagi, 9 eldsvoðar og 1 fellibylur. Svona svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er nú aldeilis tilefni til þess að skála. Skál fyrir Harold, Lou, Karl, Susan og öllum hinum vinum okkar. Lítum á fáein eftirminnileg augnablik að þessu tilefni:
Þegar Madge deyr (2001). Hrikalega, hrikalega sorglegt!
Þegar Susan kemst að því að Karl hafi haldið framhjá (1998).
Þegar Toadie og Dee gifta sig og hún deyr í bílslysi sama dag (2003). Ég grét skelfilega yfir þessum þætti.
https://www.youtube.com/watch?v=ECJlMLcrx2E&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs
Jarðaförin hans Drew (2002) – oooog ég er farin að skæla!
Tengdar greinar:
Chris Hemsworth einn sá flottasti í Hollywood – myndir.
Afmæliskakan frá Gulur,Rauður,Grænn&Salt
„Get ekki mætt í skólann í dag, Beyoncé á afmæli“
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.