Laci Green talar um hvers vegna fita er svona mikið mál og hvers vegna samfélagið er að gera svona mikið mál úr því. Hún talar um að fataframleiðendur, kvikmyndir og sjónvarpsefni, sýni feitt fólk á neikvæðan máta, svo það er ekki furða að fordómar gagnvart feitu fólki hafi aukist um 66 % á 10 árum.
Sjá einnig: 13 ranghugmyndir um næringu sem gerðu heiminn feitan og veikan
Sjá einnig: Hvers vegna verðum við of feit?
Laci setur niður þrjú atriði sem gætu hjálpað til við að berjast gegn fituhræðslu:
1. Fita er ekki slæmt orð: Sættu þig við líkamsfitu þína, svo hún sé ekki móðgun við aðra.
2. Þetta snýst ekki um heilbrigði: Áttaðu þig á því að það er ekki samasemmerki á milli fitu og óheilbrigði, rétt eins og að vera grönn eða grannur, er það sama og vera heilbrigð/ur. “Fituskömm” hefur neikvæð andleg áhrif á fólk.
3. Elskaðu sjálfa/n þig: Elskaðu líkama þinn virkilega og sannarlega, með fitunni þinni. Það er ekki bara gott fyrir þig, heldur er það árás á fituskömmina.
Sjá einnig: „Kyssið minn feita rass!“
,,Fituskammarar” eru í raun að bæla niður óttann í sjálfum sér. Með því að tala illa um feitt fólk, eru þau í raun að upphefja sjálfan sig og þeirra eigin óöryggi. Með því að vera stolt/ur af fitunni sinni, ertu í raun að pirra ,,fituskammarana” það mikið að þú ýtir þeim út í að horfast í augu við sinn ótta.
Það er ekki hollara að vera of grönn/grannur en að vera of feit/ur og einbeitum okkur frekar að því að eiga heibrigða sál í heilbrigðum líkama.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.