Aðfararnótt 18. júní s.l svaraði lögreglan í Columbus, Ohio útkalli sem kom frá gagnfræðaskóla þar í grennd. Þegar lögreglumennirnir komu á staðinn fundu þeir nakinn mann fyrir utan skólann. Neðri hluti líkamans var alblóðugur og maðurinn var með hluta kynfæranna í höndunum.
Lögreglan segir að maðurinn, sem grét og barmaði sér, hafi verið búinn að rífa hluta af kynfærunum af sér með berum höndunum. Við yfirheyrslur játaði maðurinn að hann hafi neytt „töfra“ sveppa og eftir það hafi hann alveg ruglast og reynt að rífa af sér bæði typpi og pung.
Farið var með manninn og afrifnu líkamshlutana á sjúkrahús.
Talið er að maðurinn hafi verið nær dauða en lífi bæði vegna blóðmissis og lostsins sem hann fékk.
Eiturefnið sem finnst í sumum nýjum eða þurrkuðum sveppum heitir Psilocybin. Það getur haft mjög mikil áhrif á líkamann ef þessir sveppir eru borðaðir. En þó eru áhrifin sem eitrið hefur á heilann enn áhrifameiri og afdrifaríkari. Sumir fá ofskynjanir, ofsakvíða og/eða greina ekki á milli raunveruleika og ímyndunar.