Nýtt myndband við rappsmellinn ONLY á vegum Nicki Minaj hefur litið dagsins ljós,en áður hafði dívan gefið út myndskreytta útgáfu sem fór vægast sagt illa í hinn almenna borgara, þar sem sú útgáfa var vörðuð nasistaáróðri og voru þau Nicki, Chris Brown, Drake og Lil Wayne öll í hlutverkum þýskra hersforingja.
Allt ætlaði um koll að keyra, einhverjir kröfðust þess að myndbandið yrði tekið úr sýningu á YouTube og var Nicki ásökuð um rasisma. Svo fór að lokum að fröken Minaj, sem heitir Onika í raun og veru, sá sig tilneydda til að stíga fram fyrir opnum dyrum og biðjast formlegrar afsökunar á uppátækinu, sem hún sagði síður en svo hafa verið gert til að særa.
Nú hefur ný útgáfa litið dagsins ljós og kynþokkinn bókstaflega lekur af Nicki, sem í hlutverki dómínu fer stórum í myndveri með þeim félögum Lil Wayne og Drake, en Chris Brown, sem ekki sá sér fært að mæta í upptökurnar, var tekinn upp samhliða teyminu.
.
.
Sterkur BDSM yfirbragur er á allri sviðsmyndinni og hefur Nicki aldrei verið kynþokkafyllri en einmitt nú – 50 Shades of Grey virðast barnslegt ævintýri samanborið vð nýja myndbandið, sem skákar öllu sem stúlkan hefur látið frá sér fara áður, en þess má geta að þriðja breiðskífa Nicki, Pinkprint, er væntanleg þann 15 desember nk.
Nicki mun fylgja útgáfunni eftir með þéttum tónleikatúr um Evrópu, en hér fer nýja myndbandið við rappsmellinn ONLY:
Tengdar greinar:
Feeling Myself: Óútkominn smellur frá Beyoncé og Nicki Minaj lekur á netið
ONLY: Ný smáskífa Nicki Minaj óður til nasisma Hitlers?
Berar allt: Hefur Nicki Minaj loks gengið of langt?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.