Nicki Minaj og Beyoncé (ólett af öðru barni) troða upp í París

Nicki Minaj tróð upp á tónleikum sjálfrar Beyoncé, tónleikagestum að óvörum, sl. föstudag í París, höfuðborg ástarinnar en tónleikarnir voru þeir síðustu í röð ON THE RUN hljómleikaferðalags Beyoncé og Jay Z.

Og það er ekki allt, því samkvæmt því sem Jay Z sagði sjálfur frá á sömu tónleikum, er Beyoncé ólétt af öðru barni þeirra hjóna en hann breytti meðal annars textanum við lag sitt Beach Is Better og sönglaði:

“Cause’ she pregnant with another one” 

Beyoncé, sem er yfirlýstur femínisti, sparaði ekki yfirlýsingarnar á sviði fremur en fyrri daginn, en tvíeykið fór með endurhljóðblandaða útgáfu af smellinum FLAWLESS, sem þær gáfu út saman í ágúst – en samstarf þeirra kom heimsbyggðinni í opna skjöldu, eins og HÚN greindi frá.

Glæsileg frammistaða, en Nicki stígur á svið þegar u.þ.b. 4 mínútur eru liðnar af myndbandinu og ef marka má orð Jay Z þá er Beyoncé nú ólétt af öðru barni þeirra hjóna og því alsendis víst að grimmar sögusagnir um yfirvofandi skilnað þeirra hjóna eru síður en svo á rökum reistar – hið rétta er að þau eru ástfangari en nokkru sinni fyrr og Blue tekur brátt við hlutverki stóru systur:

SHARE