Á laugardaginn síðastliðinn var frumsýnt nýjasta tónlistarmyndband söngkonunnar Nicki Minaj við lagið Only. HÚN greindi frá málinu og sýndi sjálft myndbandið en Nicki hefur verið harðlega gagnrýnd og þykir myndbandið umdeilt á meðal almennings vegna skírskotanna til nasisma.
Sjálf segist hún ekki hafa átt hugmyndina að þema myndbandsins og baðst afsökunar á Twitter síðu sinni ef það hafði móðgað einhvern.
Söngkonan lét ekki þar við sitja heldur bætti einnig við að listamaðurinn sem bjó til myndbandið hafi fengið innblástur frá teiknimynd sýndri á barnastöðinni Cartoon Network og kallast Metalocalypse og bíómyndinni Sin City. Nicki þótti það einnig mikilvægt að taka það fram að besti vinur hennar væri gyðingur og að hann hafi verið einn af tveimur sem sáu um að búa til tónlistarmyndbandið. The Anti-Defamation League gáfu út yfirlýsingu á mánudaginn þar sem þeir sögðu að myndbandið ýti undir áróður þriðja ríkisins ásamt því að vera það lágkúrulegasta sem popp menningin hefði framleitt.
Gagnrýnendur benda á að Nicki geti ekki falið sig á bakvið það að þetta hafi ekki verið hennar hugmynd þar sem hún tjáði sig í nýlegu viðtali við Billboard að hún stjórnaði öllu þegar það kæmi tónlistarferlinum hennar.
People don´t know how heavily involved I am in my own career. I´m on 15 to 25 conference calls every few days strategizing with my team.
Degi eftir að myndbandið fór á internetið kom Nicki fram sem kynnir á MTV Europe tónlistarverðlaununum í Glasgow í Skotlandi en hún tjáði sig ekki neitt um myndbandið.
Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Minnir þetta á nasisma?
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.