Nings – Fyrstir með ferskt Sushi á Íslandi

Flestir ef ekki allir fullorðnir Íslendingar vita um hvaða veitingastað er átt þegar þeir heyra nafnið Nings. Það sem færri vita hinsvegar er að Nings ber nafn sitt frá Ning de Jesus, en hann flutti hingað til lands árið 1974 frá Filippseyjum. Hann var annar tveggja stofnenda og fyrsti kokkur Nings en staðinn stofnaði með honum Kolbeinn Bjarnason árið 1991. Árið 1995 kaupa Bjarni Óskarsson og kona hans Hrafnhildur Ingimarsdóttir staðinn og eru þau aðaleigendur hans í dag ásamt sonum sínum en Hilmar Sigurjónsson á einnig hlut í fyrirtækinu.

Strax frá byrjun var Nings leiðandi í ýmsum nýungum á Íslandi, má þar nefna umbúðirnar, hvítu boxin, en Nings flutti þau inn og einnig brúnu bréfpokana, þá var Nings fyrsti veitingastaður á Íslandi sem auglýsti að ekki væri notað MSG á staðnum og má segja að á þeim tíma vissu fáir hvað það var.

Nings notar bara ferskt og ófrosið grænmeti í réttina sína og notar bara Canola olíu í matargerðina en enga herta fitu. Canola olía er miklu hollari en herta fitan og er fljót að fara í gegnum líkamann á meðan að það getur tekið óratíma fyrir líkamann að losa sig við herta fitu.

Á Nings er líka hægt að fá rauð hrísgrjón en þau eru næringar- og trefjamestu grjón sem völ er á. Þau eru mjög holl og þá sérstaklega fyrir hjarta og æðakerfið, lækka kólestrol, styrkir æðakerfið og fleira, en rauðu grjónin eru til að mynda í hinum vinsæla rétti Nings Tröllatrefjum sem er á heilsumatseðli Nings.

Í gegnum árin hefur Nings verið leiðandi í nýungum og innleiðingu nýrra rétta og siða í asískri matargerð á Íslandi,  fyrst má þar nefna sushi en Nings voru fyrstir veitingahúsa til að framleiða ferskt sushi daglega og fyrstir til að selja sushi í verslanir. Þeir voru líka fyrstir til að selja sushi með brúnum hrísgrjónum og einnig fyrstir með multigrain sushi, en þessar tvær útgáfur voru líklega aðeins á undan sinni samtíð en eru líklegri til að ganga í dag.

Heilsumatseðillinn var tekinn í notkun árið 2000 en sú nýja stefna setti Nings í fremstu röð sem veitingastaður íþrótta- og heilsuræktarfólks og allra þeirra sem hafa áhuga á að borða hollan og ferskan mat lausan við sykur, salt og fitu. Matseðillinn hefur stækkað mikið og eru í dag um 30 réttir á honum, bæði heitir og kaldir.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here