Væri haldið heimsmeistaramót i keppninni um „bestu jólastjörnuna” er augljóst að Taylor nokkur Swift hefði hreppt titilinn í ár, en stúlkan sú lagði talsvert erfiði á sig til að kynna sér einkahagi aðdáenda sinna. Í laumi og úr fjarlægð. Til þess eins að komast að því hver þeirra væri verðugur jólagjafa frá Taylor í ár.
Þegar listinn var loks fullgerður, tók Taylor til óspilltra málana – krækti í jólapappír, límbandsrúllur og marga metra af bóluplasti … pakkaði gjöfum eins og óð manneskja og skrifaði því næst hvatningar- og þakkarorð á jólakortin, sem hún lét svo fylgja með pökkunum og sendi með Fedex.
Einn pakkann afhenti hún þó sjálf í persónu og atvikið má sjá á myndbandinu hér að neðan.
Við spyrjum nú, hvað myndi gerast ef sjálfur Bieber bankaði upp á hjá unglingsstúlkum og hvort Taylor hafi hrundið af stað nýju trendi í henni gömlu Hollywood?
Tengdar greinar:
Taylor Swift fagnaði afmæli sínu með Beyonce og Jay Z
Þetta kallar maður hæfileika!
Svona urðu Taylor Swift og Lorde bestu vinkonur
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.