Nokkrar ástæður fyrir því að smábarnið þitt er að taka brjálæðiskast!

Jason Good er algjör snillingur. Ég rakst á lista frá honum um daginn þar sem hann telur upp nokkur atriði sem gætu verið ástæðan fyrir því að 3 ára barnið hans væri að missa sig. Ég bætti svo við nokkrum atriðum sem mér fannst passa þarna inn.

 

Ég valdi vitlausar buxur

Hann er svangur en man ekki orðið “svangur”

Bílstóllinn er “skrýtinn”

Við foreldrarnir skiljum hann ekki

Hann skilur ekki af hverju það má ekki bara klæða sig í krummafót!

Hann fær ekki að hafa símann minn

Hann  veit ekki lykilorðið í Ipodinn

Hann kann ekki að segja “R” rétt

Hann kann heldur ekki að segja “S” rétt

Það er eitthvað í bolnum sem stingur, til dæmis miðinn, hver kannast ekki við það?

ÞÚ (foreldrið) ert pirraður!

Hann má ekki fara inn í ofninn, eða skápinn

Hann má ekki fara upp á stól, hann má bara ekki klifra yfir höfuð

Bróðir hans horfði á hann

Bróðir hans horfði ekki á hann

Hárið hans er ekki í lagi

Blaðran sem hann fékk fyrir 6 mánuðum er týnd, hann mundi allt í einu eftir henni!

Það er lykilorð á Ipadinum

Ég rétti honum vitlausa bláa tússlitinn

Hann má ekki snerta eld

Hann hoppaði af sófanum þegar við sáum ekki til og meiddi sig..

Bróðir/systir hans er að tala

Hann fær ekki lyklana

Hann hnerraði

Hann kann ekki að skrifa á lyklaborðið

Jógúrtið vill ekki haldast á skeiðinni

Þú gekkst frá dótinu hans

Legóturninn hans eyðilagðist

og svo endalaust meira.. endilega bættu við listann!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here