Gluten-frítt brauð er yfirleitt ekki mjúkt eins og hveitibrauðið. Þú getur bætt glútenfrítt brauðið þitt með því að bæta ýmsu í það. Prófaðu eftirfarandi hugmyndir.
Hér er ein hugmynd frá Californiu
Efni:
- 2 sneiðar gluten frítt brauð
- 2 þeytt egg
- 1/4 bolli mjólk eða hrísgrjónamjólk
- smá olía (á pönnuna)
- 1 sneið kalkúnakjöt (eða kjúklingur)
- 2 sneiðar skinka
- 2 ostasneiðar
- majónes
Aðferð:
- Hitið pönnu (í 180˚C.
- Þeytið eggin og mjólkina saman á diski.
- Smyrjið majónesi á aðra brauðsneiðina.
- Leggið ostinn, svínakötið og kalkúnann á brauðsneiðina með majónesinu.
- Berið olíu á pönnuna.
- Leggið samlokuna í eggjablönduna.
- Bakið samlokuna í 5 mín. á hvorri hlið.
- Takið samlokun af pönnunni.
Hugmynd: Setjið tómatasneiðar og avocado á samlokuna.
Gluten-frí langloka með hvítlauk og osti
Efni:
- 1 gluten-frí langloka
- 2 tsk. kraminn hvítlaukur
- 4 tsk. smjör
- 3/4 bolli rifinn parmesían ostur
- 1 tsk. ítölsk saladsósa
- salt
- Pipar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180˚C.
- Skerið langlokuna eftir endilöngu.
- Smyrjið báða helminga með smjöri og hvítlauk.
- Stráið parmesían osti, salti og pipar á brauðið.
- Bakið í 20 mín.
Gluten-frír berja morgunverður
Efni:
- 2 sneiðar gluten-frítt brauð
- 2 þeytt egg
- 1 tsk. púðursykur
- 1/2 bolli bláber
- 1/2 bolli jarðarber
- bláberjasýróp ( ef það er til, annars hlynsýróp)
- þeyttur rjómi (ef vill)
Aðferð:
- Hitið pönnu í 180˚C.
- Leggið brauðið í þeyttu eggin og látið það gegnblotna
- Setjið brauðið á pönnuna og steikið
- Takið brauðið af pönnunni.
- Stráið púðirsykrinum á brauðið meðan það er heitt
- Raðið berjunum á brauðið, hellið ögn af sýópi yfir og þeyttum rjóma ef vill.
|