
Nokkrar konur á mismunandi aldri voru forvitnar að sjá útkomuna ef þær myndu fá sömu meðhöndlun og ofurfyrirsætur sem prýða forsíðurnar í hinum helstu tískutímaritum.
Konurnar segjast oft hugsa um útlitið og hafa áhyggjur af þyngd, hrukkum og öðrum eiginleikum sem þær segjast bera saman við fyrirsætur í glanstímaritum.
Konurnar fengu förðunarmeistara til þess að annast hár og förðun. Þær voru dressaðar upp og skelltar í ljósmyndastúdíó þar sem þær voru myndaðar bak og fyrir.
Aðal breytingin átti sér hinsvegar stað í myndvinnsluforritinu Photoshop en þar voru mittin mjókkuð, freknum eytt og litarhaftinu breytt.
Konurnar ætluðu varla að þekkja sjálfar sig og ein þeirra varpaði fram eftirfarandi spurningu:
Hver er eiginlega tilgangurinn með að gera manneskju nær óþekkjanlega?