Nokkur nytsamleg og einföld húsráð By Ritstjorn Fitug fingraför á veggjum - Notaðu venjulega krít og krítaðu yfir farið og leyfðu því að vera á nokkrar mínútur og strjúktu svo af með rakri tusku. Virkar líka á föt Blettur eftir varalit – Sprautaðu hárspreyi á blettinn og leyfðu því að bíða í 10 mín. Þurrkaðu yfir með blautum klút og þvoðu svo flíkina eins og vanalega. Skóáburður á leðrið -Sprungur hverfa og stólarnir verða eins og nýir Settu botnfylli af vatni á pönnuna eða pottinn – Látið sjóða og bætið þá við hálfum bolla af ediki út í, takið af hellunni og setjið tvær skeiðar af matarsóda út í. Hellið vökvanum af og skrúbbið létt og skolið. Sturtuhausinn orðinn stíflaður og þá er sniðugt að setja edik í poka og hengja utan um sturtuhausinn og leyfa því að vera á í klukkutíma eða yfir nótt Skýjuð glös eru úr sögunni ef þú setur edik í eldhúsbréf og strjúkið af Fitug fingraför á veggjum – Notaðu venjulega krít og krítaðu yfir farið og leyfðu því að vera á nokkrar mínútur og strjúktu svo af með rakri tusku. Virkar líka á fitubletti í fötum Blandarinn orðinn skítugur. – Einföld leið til að þrífa hann er að setja í hann volgt vatn og dropa af uppþvottalegi, lokið á og setja hann svo í gang í smá stund. Það þarf stundum að þrífa uppþvottavélina. Ein góð aðferð til að gera það er að láta edik í könnu í efri hilluna á vélinni og setja hana af stað á heitustu stillingu. Sáldraðu svo matarsóda í botninn og settu hana af stað aftur á stutt, en heitt, prógramm. Það mun allt vera glansandi hreint eftir þetta.