Nonni Quest (Jón Aðalsteinn Sveinsson) hársnyrtimeistari og eigandi Kristu/Quest Laugavegi 178 er tilnefndur sem sviðslistamaður ársins hjá Salonstar í Þýskalandi.
Nonni sem er 37 ára gamall er tilnefndur af Þýsku hárakademíunni, DFA, en þar starfar hann sem gestakennari nokkrum sinnum á ári. “Þetta er árleg og vel þekkt keppni í Þýskalandi, en ég er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur verið tilnefndur”, segir Nonni.
Til að kjósa Nonna ferðu inn á Salonstar, smellir á myndina af honum, skráir netfangið þitt og smellir svo á “vote”.
Með því að taka þátt í valinu ertu komin/n í verðlaunapott þar sem að verðlaunin eru reiðufé 500 evrur.
Valið stendur til 1. mars nk. og verðlaunahátíðin sjálf er 22. mars.
Áfram Nonni!
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.