Nonni Quest er tilnefndur sem sviðslistamaður ársins í Þýskalandi – fær hann þitt atkvæði?

Nonni Quest (Jón Aðalsteinn Sveinsson) hársnyrtimeistari og eigandi Kristu/Quest Laugavegi 178 er tilnefndur sem sviðslistamaður ársins hjá Salonstar í Þýskalandi.

Nonni sem er 37 ára gamall er tilnefndur af Þýsku hárakademíunni, DFA, en þar starfar hann sem gestakennari nokkrum sinnum á ári. “Þetta er árleg og vel þekkt keppni í Þýskalandi, en ég er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur verið tilnefndur”, segir Nonni.

1471991_593442910692496_1050694358_n

Til að kjósa Nonna ferðu inn  á Salonstar, smellir á myndina af honum, skráir netfangið þitt og smellir svo á “vote”.
Með því að taka þátt í valinu ertu komin/n í verðlaunapott þar sem að verðlaunin eru reiðufé 500 evrur.

Valið stendur til 1. mars nk. og verðlaunahátíðin sjálf er 22. mars.

Áfram Nonni!

1451500_602567626446691_1250724502_n

SHARE