Norsk kona í Dubai tilkynnir nauðgun – Er sett í fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands

25 ára gömul norsk kona var í viðskiptaferð í Dubai þegar henni var nauðgað. Hún fór til lögreglunnar og tilkynnir nauðgunina og var þá lokuð inni í fangelsi vegna „gruns um að hafa stundað kynlíf utan hjónabands“.

Um leið og hún hafði tilkynnt nauðgunina var vegabréf hennar og allir persónulegir munir gerðir upptækir og hún lokuð inni í fangaklefa. Þar var hún innilokuð í 3 daga áður en hún fékk aðgengi að síma til þess að láta fjölskyldu sína vita af sér.

Fjölskylda konunnar hafði svo samband við Utanríkisráðuneyti Norðmanna í Dubai og gátu samið við yfirvöld um að sleppa konunni en það var gert með því skilyrði að hún færi ekki frá Dubai og myndi dvelja þar þangað til réttarhöldum væri lokið.

Konan var ákærð fyrir kynlíf utan hjónabands, að drekka alkóhól og að gefa falskan vitnisburð hjá lögreglunni. Hún var dæmd í 16 mánaða fangelsi en maðurinn sem nauðgaði henni fékk 13 mánaða fangelsi.

 

SHARE