Drottinn blessi antikmarkaði því þar er hægt að finna gersemar ef vel er að gáð. Við fyrstu sýn virðast gömul og lúin leikföng úr plasti ekkert árennilegur kostur. En eins og sést á myndunum er hægt að gefa þeim nýtt líf og hlutverk með tiltölulega lítilli fyrirhöfn þar sem nostalgían ræður för.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.