Spitbank virkið var byggt árið 1860 við strendur Portsmouth í Hampshire í Englandi. Það var byggt til að vernda Portsmouth fyrir innrás Napoleon III og notað til að hýsa hermenn.
Í dag er það hinsvegar lúxus áfangastaður þar sem hægt er að halda flottar veislur, einkapartý og brúðarveislur. Ein nótt kostar um 1,3 milljónir.
Hér fyrir neðan eru myndir af öllum herlegheitunum. Væri ekki amalegt að kíkja í virkið einn daginn.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.