Ég segi fyrir mig, að það að skera lauk er eitt það leiðinlegasta eldhúsverk sem ég veit um! Því miður finnst manninum mínum það líka þannig að það er ekki eins og það sé rifist um það á þessu heimili að fá að gráta yfir blessuðum lauknum. Nú er ég hins vegar búin að finna aðferð sem á að virka rosalega vel, mér fannst það en hvað finnst ykkur? Skoðið, prófið og segið frá!
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.