Nú hefur einhver loksins hannað sérstakt hengi fyrir höfuðið, svo þú getir sofnað á ferðalögum þínum, hvort sem það er í flugvél eða í bílferð.
Sjá einnig: Stórsniðugt: Lærðu að kæla ylvolgan bjór á mettíma!
Paula Blankenship hefur loksins fundið lausnina við þessum vanda og hannaði NodPod, sem er til þess gerður að höfuðið haldi svipaðri stöðu og ef þú liggur í rúmi. Festingarnar eru einnig hannaðar þannig að þær flækjast ekki fyrir fólkinu sem situr að aftan, svo sem skjái sem er í bökum vélanna.
Nú fara brátt allir að geta sofið værum blundi sitjandi á ferðalögum sínum og verið laus við að vakna liggjandi á öxlinni á þeim sem situr við hliðina á þér.
Heimildir: Bored Panda
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.