Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð, á það vel við um ungbarnanudd. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ungbarnanuddi sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun fyrr en þau sem ekki eru nudduð auk þess sem nuddið styrkir tengsl á milli foreldra og barnsins. Ýmiss námskeið eru í boði fyrir foreldra en hér er góð uppskrift af mildri olíublöndu sem hentar ungabörnum vel.
• 80 ml sweet almond olía
• 20 ml olífuolía
• 5 dropar chamomile ilmkjarnaolía
• 8 dropar lavender ilmkjarnaolía
Öllu blandað saman og sett á flösku.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.