Ný glæsileg verslun Lindex

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 330 fermetra verslun í Krossmóa, Reykjanesbæ þann 12. ágúst nk.  Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Urtusteins fasteignafélags og forráðamanna Lindex.  Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina í Krossmóa.

1 Loftmynd sem sýnir Krossmóa[8]

Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex.  Í fyrirtækinu starfa um 40 hönnuðir sem hafa verið í samstarfi við þekkta hönnuði á borð við  Missoni og Jean Paul Gaultier auk þess sem stjörnurnar Gwyneth Paltrow, Penelope Cruz og Kate Hudson hafa unnið með fyrirtækinu við vorlínur undanfarinna ára.

2 Við undirritun Á myndinni eru fv Albert Þór Magnússon Skúli Skúlason og Lóa Dagbjört Kristjánsdót[7]

„Þetta er frábært næsta skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, í Kringlunni árið 2013 og á Glerártorgi 2014.  Við teljum það vera einstaklega jákvætt að geta nú komið á Suðurnesin þar sem er mikill uppgangur og öflugt samfélag.  Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða okkar viðskiptavinum á Suðurnesjum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020.  Í haust kynnti einnig Lindex möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verða umbunað með inneign.  Að auki má geta í þessu samhengi að Lindex á Íslandi hefur verið stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands og Unicef á Íslandi.

”Við erum mjög ánægðir með þennan samning og teljum að það felist í því mikil viðurkenning fyrir Krossmóa að Lindex velji það fyrir sína næstu verslun.  Verslunarmiðstöðin Krossmói er afar vel staðsett og þar á verslun án vafa eftir að aukast enn frekar á komandi misserum”, segir Skúli Skúlason, frkv.stj. Urtusteins fasteignafélags.

3 Hönnunin byggir á björtu yfirbragði ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur ve[11]

Þess ber að geta að nýja verslunin verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós fyrst við opnun í London.   Hönnunin byggir á björtu yfirbragði,  ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar  sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð.  Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur sem á sér ekki hliðstæðu.

 

5 Verslunin mun veita innblástur og einstaklega hlýjar móttökur[10]

4 Mátunarklefar taka miklum stakkaskiptum með nýrri innréttingahönnun[9]

Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suðurnesjum.  Húsið er um 10.000 m² og staðsett er í hjarta bæjarins.

 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

Lindex rekur nú 4 verslanir á Íslandi-í Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri

Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað

Lindex starfrækir um 500 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum

Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns-um 100 manns á Íslandi

Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð

Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni

Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á Facebook – Lindex Iceland

SHARE