Ný og betri – konur til athafna í London

Langar þig í meira í lífinu?
Langar þig í aukið sjálfstraust?
Áttu þér drauma sem þig hefur lengi langar til að verði að veruleika?
Langar þig að læra að koma þér á framfæri?
Þá er þetta ferðin fyrir þig því farið verður í allt þetta og meira til.

Icelandair kynnir með ánægju spennandi Ný og betri ferð-konur til athafna  til London dagana         15.-18. nóvember.
Ferðin hentar fyrir nútímakonuna sem á sér drauma sem komin er tími til að verði að veruleika.
Hún hentar líka vel fyrir vinkonuhópinn sem langar að eyða góðum stundum saman og byggja sig upp sem aldrei fyrr í leiðinni
Í ferðinni verður farið vel yfir leiðir sem nýtast munu þátttakendum við sjálfstyrkingu, innri og ytri uppbyggingu. Þátttakendur munu setja sér persónuleg markmið í öllum mikilvægari þáttum lífsins. Þarna fá konur tækifæri til að auka tengslanet sitt til muna út fyrir landsteinana og kynnast íslendingum sem hafa náð gríðarlegum árangri erlendis.

Við fáum Hendrikku Waage skartgripahönnuð í heimsókn, Marta Jónsson skóhönnuður mun segja okkur frá uppbyggingu á skóveldinu sínu, Svava Bjarney einkaþjálfari konungsfjölskyldunnar mun kynna okkur fyrir því nýjasta sem er að gerast í heilsugeiranum í London, Ásta Einarsdóttir framkvæmdastjóri íslenska snyrtivörumerkisins Dr. Bragi mun gefa okkur innsýn inní vörulínuna sem slegið hefur í gegn í Bretlandi, Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys sem er stærsta leikfangaverslun í heimi mun leyfa okkur að kynnast rekstri á stórveldi og Agnar Sverrisson kokkur og eigandi veitingarstaðanna 24-50 og Texture í London,  mun leyfa okkur að kynnast uppbyggingu á íslenskum veitingarhúsum í London. En Texture er eina íslenska veitingarhúsið sem hefur fengið Michelin stjörnu.

Fararstjórarnir Bjargey Aðalsteinsdóttir og Sigrún Lilja munu fara vel í markmiðasetningu, læsi á eigin líðan, innri og ytri uppbyggingu, hvernig koma má sér og sínu á framfæri og kenna þátttakendum áhrifaríkar leiðir til að láta drauma sína verða að veruleika

Bjargey mun koma með tæki og tól í fyrirlestrinum Læsi á eign líðan til að hjálpa þátttakendum að skynja líkamann sinn betur.

Sigrún Lilja kennir sölu- og markaðsaðferðir sem hún hefur lært og notað í uppbyggingu á fyrirtæki sínu Gyðju og uppljóstrar mörgum leyndarmálum til þátttakenda.
Farið er ítarlega í fjölmiðlaumfjöllun og kenndar áhrifaríkar leiðir til að gera fyrirtæki, einstaklingum og/eða vörumerki góð skil í fjölmiðlum.

Farið verður vel yfir leiðir sem nýtast munu þátttakendum við sjálfstyrkingu og innri uppbyggingu.
Þátttakendur setja sér persónuleg markmið í öllum mikilvægari þáttum lífsins.
Gerð verður aðgerðaráætlun til að hrinda markmiðunum í framkvæmd og kenndar aðferðir til að ná persónulegum árangri á skjótan hátt.

Hér má sjá nánar um þessa þessa ferð á vegum Icelandair.

SHARE