
Enn heldur spennan áfram að magnast kringum væntanlega frumsýningu 50 Shades of Grey í febrúar, en funheit og áður óséð kynningarstikla var frumsýnd í auglýsingahléi Golden Globes verðlaunana sem fram fóru nú fyrir stuttu.
Í þetta sinnið eru skot sem ekki hafa sést áður; besta vinkona Anastasiu, Katherine Kavanagh sem fer fögrum (og lostafullum orðum) um Christian – sjálf móðir Mr. Grey, Dr. Grace Trevelyan-Grey sést bregða fyrir og ber sig þokkafullt. Að ekki sé minnst á erótíska matreiðslusenuna þar sem Christian fellur í stafi yfir Anastasiu í eldhúsinu og andvarpar …
… getum við beðið mikið lengur?
Tengdar greinar:
Höndlar þú að horfa á þessa stiklu úr 50 Shades of Grey?
Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey
Viltu heyra David Attenborough lesa uppúr 50 Shades of Grey – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.