Nýja Skellibjalla veldur usla á netinu

Fyrsta sýnishornið úr nýrri mynd um Peter Pan hefur verið birt á YouTube og á fyrsta sólarhringnum hafði myndbandið fengið yfir 132.000 „,líkar ekki“ þumla á YouTube. Myndin kemur út 28. apríl og margir eflaust spenntir að sjá hana, en ég veit að ég mun horfa á hana.

Óánægja fólks virðist vera vegna þess að leikkonan sem leikur Tinker Bell, eða Skellibjöllu, er ekki hvít og ljóshærð eins og áður heldur verður hún leikin af Yara Shahidi sem er vissulega dökkhærð og dökk á hörund. Það er greinilega til nóg af fólki enn í heiminum sem er með kynþáttafordóma.

Fólk hefur verið með athugasemdir um að verið sé að skipta út kynþáttum (race swapping) og ein manneskja skrifaði:

„Svo að það er búið að skipta um kynþátt á Tinker Bell. Hissa? Nei í raun ekki því þetta er það eina sem Disney Studios er þekkt fyrir nú á dögum.“

Önnur skrifaði:

„Svo í stað þess að láta þeldökkt fólk fá að leika í sínum eigin bíómyndum, þá er verið að láta hvíta karaktera verða þeldökka af einhverri ástæðu eins og til að segja „Hey, við samþykkjum allt og styðjum alla“

Það er greinilegt að það er til nóg af fólki sem er til í að opinbera kynþáttafordóma sína á opinberum vettvangi sem er sorglegt. Fyrir mig skiptir það engu máli af hvaða kynþætti fólk er, ekki frekar en það skipti mig máli hvaða háralit fólk er með eða hvað það borðar í morgunmat.

Það er greinilega búið að taka „líkar ekki“ þumalinn út fyrir neðan myndbandið núna en 1,6 milljón hefur horft á myndbandið.

Sjá einnig:

SHARE