Nýjar ásakanir á hendur Ellen DeGeneres

Við sögðum ykkur, ekki alls fyrir löngu, að Ellen DeGeneres er ekki talin góður yfirmaður og hún hafi ítrekað komið illa fram við starfsfólk sitt og gesti þáttar síns.

Sífellt bætast við sögur um Ellen og virðist margir hafa verið illa sviknir af því að vinna hjá henni. Nýjustu ásakanir á hendur Ellen eru vegna eineltis á vinnustað og einnig vegna þess að hún á að hafa sagt manneskju upp vegna þess að hún fór í jarðarför. Önnur manneskja segir hana hafa sagt sér upp eftir að viðkomandi reyndi að taka sitt eigið líf.

Sjá einnig: Dánarorsök sonar Lisa Marie Presley

Þáttur Ellen hefur verið svakalega vinsæll í gegnum tíðina en hann hóf göngu sína árið 2003. Eitt af kjörorðum þáttarins er „Be Kind“ en það er kaldhæðnislegt í ljósi þess sem er eð koma í ljós.

Einn af starfsmönnum Ellen sagði að þessi góðmennska væri ekki raunverulegt og væri bara sýndarmennska. Það er verið að gefa peninga og gleðja fólk en það er bara til að sýnast. Ein þeldökk kona segist hafa orðið fyrir kynþáttahatri og andlegu ofbeldi í meira en 18 mánuði.

SHARE